Vanillurjómakaka með súkkulaði og vanillukremi

Ljúffeng vanillurjómakaka með vanillu- og súkkulaðikremi. Þessi hentar bæði vel í kaffiboðið og sem desert. Við mælum með að þú prófir þessa gúmmelaði rjómatertu næst þegar það á að prófa eitthvað nýtt.

 

Vanillukaka:

  • Betty Crocker Vanilla Cake Mix
  • 60ml matarolía
  • 180ml vatn
  • 3 egg

 

Krem:

  • Betty Crocker Vanilla Icing
  • 200g hvítt súkkulaði frá Green & Black´s
  • 500g fersk jarðaber
  • 1 peli rjómi

 

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C eða 160°C á blæstri. Hrærið varlega saman Betty Crocker Vanilla Cake Mix kökublöndu, olíu, vatni og eggjum í 2-3 mínútur þangað til deigið er orðið slétt og kremkennt. Hellið deiginu síðan í tvö kökubotnamót. Bakið í miðjum ofninum í 23-28 mínútur eða þangað til hægt er að stinga prjón eða gaffli í miðju kökubotnanna og taka út án þess að hann óhreinkist.

 

Kremið:

Þeytið rjómann og setjið í kæli. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða örbylgju þar til það leysist upp og hrærið vel í. Kælið í 5 mínútur og hrærið síðan saman við Betty Crocker Vanilla Icing kökukremið. Setjið helming kremsins á neðri botninn og raðið helminginn af jarðaberjunum yfir. Best er að sneiða jarðaberin í þunnar sneiðar. Dreifið þeytta rjómanum yfir og setjið efri botninn ofan á. Setjið restina af kreminu ofan á og skreytið með jarðaberjunum sem eftir eru.

 

Verði ykkur að góðu!