Vanillukökur

Mild og góð uppskrift að vanillukökur. Hægt að leika sér með hráefnin og bæta t.d. kókós saman við, kakói eða mismunandi bragðefnum.

Þessi uppskrift hentar einnig vel til að setja í smákökupressu.

Uppskrift: 

500 g smjör – við stofuhita

250 g Dan Sukker sykur

2 egg

1-2 tsk vanilludropar

500 g hveiti

Skraut: 

Dan Sukker perlusykur

Súkkulaðidropar – nammi eða það sem hentar smekk hvers og eins.

Aðferð: 

1. Smjör og sykur er hrært vel saman þar til blandan verður ljós.

2. Eggjum blandað saman við eitt og eitt í einu ásamt vanilludropunum.

3. Hveitinu er síðan blandað saman við smám saman.

4. Deigið er sett á plötu með skeið eða sérstök smákökupressa notuð. Virkar bæði vel.  Perlusykri sáldrað yfir kökurnar.

5. Bakað við 175°C hita í ca. 12 mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið á sig smá lit.

IMG_9091

IMG_9088

Hér fyrir ofan má sjá hvernig smákökupressan lítur út. Hægt að velja um mismunandi munstur.

IMG_9094