Tortillavefjur

Það er gaman að leika sér með fyllingar í tortillavefjur.  Hér er fínasta uppskrift af góðri hakkfyllingu þar sem dásamleg kryddblanda leikur aðalhlutverkið.  Um að gera að prófa sig áfram og leika sér með hlutföll kryddtegundanna sem gefin eru upp í uppskriftinni.

Uppskrift

Tortillavefjur

500 g nautahakk

ISO4 olía

Kryddblanda fyrir hakkið

1 msk chilliduft

1 msk cumin

1 ½ msk paprikuduft

1 tsk kóríander

2 tsk hvítlauksduft

1 -2 tsk salt

2 msk kartöflumjöl

1 dl vatn

Aðferð

  1. Kryddunum er blandað saman í skál.
  2. Hakkið steikt upp úr olíunni.
  3. Kryddblandan sett saman við.
  4. Vatninu hellt út í ásamt kartöflumjölinu.
  5. Hakkið er notað til að setja á tortillavefjurnar ásamt taco sósu, grænmeti, sýrðum rjóma og osti.

IMG_2591

IMG_2592

IMG_2619