Tortillakaka með gómsætri fyllingu

Það er alltaf hægt að finna tilefni til að hafa fylltar tortillakökur í matinn.

Hér er einföld hugmynd sem kemur alltaf vel út.

Uppskrift:

1 pakki old el paso tortillakökur

500 g hakk

1 pakki Old el paso burritos krydd ásamt vatni

1 krukka salsasósa

Spínat

Ostur

Sósa á milli: 

200 g rjómaostur

1/2 dós papriku ídýfa

Aðferð: 

1. Hakkið er steikt á pönnu, 100 ml af vatni blandað saman við ásamt kryddinu.

2. Tortillakaka eru smurð með salsasósu og sósunni, hakkið sett ofan á ásamt spínti og rifnum osti.  Tortillakaka er sett ofan á.

3. Kakan er hituð í ofni á 180°C hita þar til osturinn hefur bráðnað.