Þjóðhátíðarmarengs

Það er fátt girnilegra en að bera fram gómsæta marengstertu á tyllidögum.

Hér er á ferðinni þriggjalaga merengsterta með kókós, jarðarberja og bláberja rjómafyllingu.

Uppskrift: 

8 eggjahvítur

Salt á hnífsoddi

400 g Dan Sukker sykur

5 tsk kartöflumjöl eða Maizenamjöl

2,5 tsk edik

2 tsk vanillusykur

Fylling: 

500 ml rjómi – þeyttur

3 bounty súkkulaðistykki – brytjað smátt

Jarðarber og bláber eftir smekk

Súkkulaðisósa:

6 eggjarauður

5 msk Dan sukker flórsykur

2 mars súkkulaðistykki

100 g Green and Backs mjólkursúkkulaði

Aðferð: 

  1. Eggjahvítunum og salti er þeytt vel saman, sykrinum síðan bætt smátt og smátt saman við þar til blandan er orðin stíf.
  2. Kartöflumjöli, ediki og vanillusykri er blandað varlega saman við.
  3. Þrír hringir ca. 20-22 cm mótaðir og marengsblandan smurð á hvern hring.
  4. Marengsb0tnarnir eru bakaðir við 130 °C hita (blástur) í 1,5 klst.
  5. Rjóminn er þá þeyttur, bountybitunum, jarðarberjunum og bláberjunum blandað saman við.
  6. Súkkulaðisósan er gerð með því að bræða marsssúkkulaði og mjólkursúkkulaði yfir vatnsbaði. Eggjarauðurnar og flórsykurinn er þeytt saman og brædda súkkulaði hellt saman við.
  7. Kakan er sett saman á eftirfarandi hátt: Rjómablandan er sett ofan á neðsta marengsbotninn, botn númer 2 settur ofan á, súkkulaðsósunni hellt yfir botninn og rjómablandan sett þar yfir. Botn númer 3 er settur yfir, rjómablanda sett í miðjuna á honum og tertan síðan skreytt með jarðarberjum og bláberjum.