Að skreyta piparkökur

Að skreyta piparkökur er alltaf gaman. Samverustund sem bæði fullorðnir og börn njóta. Til að einfalda undirbúninginn er sniðugt að kaupa tilbúnar piparkökur, búa til sinn eigin glassúr og hefja síðan skreytingarnar.

Er er uppskrift að glassúr sem hægt er að lita eftir vild.

Piparkökurnar fra Nyåkers standa alltaf fyrir sínu, mæli því með þeim í skreytingarnar.  

Uppskrift:

  • 1 stk eggjahvíta
  • ca. 375 g sigtaður Dan Sukker flórsykur
  • Nokkrir dropar af sítrónusafa
  • Gel matarlitur

Aðferð:

1. Eggjahvítum og helmingnum af  flórsykrinum er hrært saman með t.d. gaffli.

2. Restinni af flórsykrinum er þeytt saman við  með handþeytara þar til blandan er orðin stífþeytt. Stundum þarf að bæta flórsykri saman við til að gera blönduna þykkari.

3. Nokkrum dropum af sítrónusafa er hrært saman við.

4. Ef þú ætlar að hafa kremið með lit er matarliturinn settur saman við.

Ef þér er illa við að nota hráar  eggjahvítur þá er hægt að hita blönduna í örbylgjuofni í ca. 30-40 sek.  Blandan má ekki verða heitari en 80°C.

Það er mjög gott ráð að setja raka tusku yfir skálina sem glassúrinn er geymd í.

piparkokur

piparkokur2