Sumarlegar bolllakökur

Það er gaman að breyta til og skreyta kökurnar í stíl við árstíðina hverju sinni. Nú þegar sól er farin að hækka á lofti þá er tilvalið að skreyta bollakökurnar með litríku kremi.

Hér er einföld bollakökuskreyting, litrík og falleg.

Uppskrift:

1 pakki Betty Crocker Vanillukökumix

3 egg

180 ml vatn

60 ml ISO4 olía

Krem: 

1 dós vanillukrem með kökuskrauti

Matarlitur (blár, bleikur, gulur og grænn)

Aðferð: 

1. Vatni, olíu og eggjum er hrært saman við kökumixið í ca. 3 mínútur.

2. Deigið er sett með teskeið í lítil bollakökumót og kökurnar bakaðar í ca. 15 mínútur við 180° C hita.

3. Þegar bollakökurnar eru bakaðar eru þær látnar kólna áður en þær eru skreyttar.

4. Til að fá skemmtilegt og litríkt munstur á kremið þarf að nota pensil til að pensla 4 rákir af mismunandi matarlitum innan í sprautupoka með 1M eða 2D stút og setja síðan kremið í sprautupokann.  Til að búa til fallegan turn er sprautað meðfram brún og unnið sig upp í hringi þar til turn myndast.

5. Kökurnar eru skreyttar með kökuskrauti sem fylgir kreminu.

Bollakokur_0021a

Bollakokur_0064

IMG_6790_0281a

 

Það kemur vel út að bera bollakökurnar fram í litlum litríkum plastglösum fyllt súkkulaðihnöppum.

IMG_6923_0414a