Súkkulaðibitakökur

Þetta eru hreint ómótstæðilegar smákökur. Það er fátt betra en ísköld mjólk og súkkulaðibitakökur.

Hér er gómsæt uppskrift sem henta hvenær sem er.

Uppskrift:

290 g hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

230 g smjör

150 g Dan Sukker sykur

165 g Dan Sukker púðursykur

1 tsk vanilludropar

2 stk egg

150 -200 g súkkulaðibitar

Aðferð: 

  1. Hveiti, matarsódi og salt er sett saman í skál.
  2. Smjög, sykur og púðursykur er hrært vel saman í annari skál. Eggjunum blandað saman við einum og einu í einu ásamt vanilludropum.
  3. Þurrefnin er blandað saman við smjörblönduna og hrært vel saman.
  4. Súkkulaðibitunum er blandað saman við deigið.
  5. Deigið er sett á bökunarplötu með skeið eða kúlur mótaðar sem síðar eru pressaðar örlítið niður.
  6. Bakað við 175 ° C hita í ca. 12 mínútur.

 

IMG_9183