Smáborgari og smápylsur

Smáréttir ýmiskonar eru alltaf að verða vinsælli í veislum.  Smáréttirnir eru bæði sniðugir og koma vel út á veisluborðinu.

Hér er búið að gera smáborgara og pylsur þar sem sama grunndeigið af brauði er notað.
Grunnuppskrift af brauði sem hægt er að nota fyrir t.d. hamborgar-og pylsubrauð eða pítsubotna.

300 ml volgt vatn

10 g þurrger

1 msk ISO4 olía

1 msk sykur

2-3 tsk salt

500 g Pillsbury hveiti

Aðferð: 

1. Volgu vatni, þurrgeri, olíu og sykri er hrært vel saman.

2. Salti og hveiti blandað saman við og deigið hnoðað vel.

3. Deigið er sett í skál, viskustykki sett yfir og það látið lyfta sér í ca. 40 mínútur.

4. Deigið er mótað t.d. hringi (hamborgarabrauð- sesamfræ sett yfir) eða litlar lengjur (pyslubrauð) og bakað í ca. 15 mínútur eða þar til það hefur bakast við 180°C (blástur).

Smáborgari: 

500 g Nautahakk

Malton salt og pipar eftir smekk

1 egg

Aðferð:

1. Öllu hráefninu blandað saman og litlir borgarar mótaðir t.d. með litlu glasi.

2. Borgararnir steiktir, mjög gott að setja ost ofan á.

3. Hráefnin sem fara á milli fara eftir smekk hvers og eins en mjög gott er að hafa hamborgarasósu, kál, gúrku og tómata.

Pik nik franskar henta vel sem meðlæti

smaborgari

Pylsur: 

SS smápylsur soðnar samkvæmt leiðbeiningum.

Meðlæti: 

Heinz tómatsósa, steiktur laukur, remúlaði og sinnep.

pylsur