Skúffukaka

Skúffukakan hefur lengi þótt góður kostur í kaffiboðum landsmanna. Með þessari uppskrift er hægt að fá dásemdar köku. Með mjólk er hún einstaklega góð.

Uppskrift:  

60 g kakó – hágæða kakó eins og t.d. Green and Blacks

250 g smjör

150 ml kaffi

325 g hveiti

165 g sykur

80 g púðursykur

1/2  msk matarsódi

3/4 tsk salt

125 ml súrmjólk

2 egg

Aðferð: Hitið ofnin að 175 °C (blástur) 

Smjörið er brætt í potti.

Kaffið er lagað og síðan hellt í pott ásamt kakói.  Blandan er hituð og hrærð varlega á milli.

Smjörinu er blandað saman við.

Þurrefnunum er blandað saman í annarri skál:  hveiti, sykur, púðursykur, matarsódi og salt.

Súrmjólk og egg er þeytt vel saman í hrærivél. Kakóblöndunni er þá bætt saman við og að lokum þurrefnunum.

Bökunarform 20X 30 cm  er spreyjað með olíuspreyi og það fyllt að hálfu með deiginu.

Kakan er bökuð í ca. 35 mínútur við 175°C hita.

Þegar kakan er bökuð í gegn er henni leyft að kólna áður en krem er sett yfir.

IMG_4027

Uppskrift að kremi: 

40 g kakó

80 ml vatn

150 g smjör

120 g flórsykur

Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman í með þeytara.  Kreminu er smurt á kökuna og t.d. kókósmjöli sáldrað yfir.

IMG_4039