Skinku og roast beef loka

Ef þig langar í eitthvað gott og fljótlegt þá þessi hugmynd málið.  Hægt að leika sér með fyllinguna og sósur og hafa þetta eftir þínu höfði.

Uppskrift fyrir skinkuloku: 

Baguette frosin brauð – keypt tilbúin og hituð

Majónes eða pítusósa

Beikon, skinka og ostur

Kál, tómatar og gúrka

Aðferð:

  1. Brauðið er hitað.
  2. Beikonið steikt ásamt skinkunni og ostinum ( skinkusneið með osti ofan á sett á pönnu og steikt í smá stund)
  3. Sósa sett á brauðið, kál, beikon, skinka, ostur, tómatsneiðar og gúrka.
  4. Mjög gott að krydda lokuna með t.d. providence kryddi frá Knorr.

IMG_9665

Kjötloka

Uppskrift: 

Baguette frosin brauð – keypt tilbúin og hituð

Remúlaði

Kjötbitar (hægt að nota afganga) eða Roast beef sneiðar

Kál

Gúrka

Steiktur laukur

Aðferð:

  1. Brauðið er hitað.
  2. Ef kjötibitar eru notaðir eru þeir steiktir á pönnu annars er roastbeef sneiðar notaðar.
  3. Remúlaðið er sett á brauðið, steiktur laukur, kál, kjötbitarnir og gúrkusneiðar.

IMG_9664