Skinku og beikon brauðréttur

Uppskrift

1 samlokubrauð

1 skinkubréf

50 g beikon

1-2 msk ISO4 olía

1/2 l matreiðslurjómi

1 askja beikon og skinku smurostur

1/2 askja skinkumyrja

1/2 stk mexíkóostur

1 stk Knorr grænmetisteningur

8 stk sólþurrkaðir tómatar (í krukku með olíu)

Rifinn ostur

Aðferð: 

1. Brauðið er skorið í litla teninga.

2. Skinkan og beikonið er skorið í litla bita og steikt í ca. 5-7 mínútur upp úr olíunni.

3. Sólþurrkuðu tómatarnir eru skornir í litla bita og blandað saman við skinkuna og beikonið.

4. Smurostarnir, rjóminn og mexíkóosturinn er sett í pott og hitað.  Grænmetisteningnum er blandað saman við. Þegar ostarnir hafa bráðnað er skinkunni, beikoninu og sólþurrkuðu tómötunum blandað saman við.  Blöndunni er hellt yfir brauðréttinn, rifinn ostur settur yfir og brauðrétturinn hitaður í ofni við 180°C hita í ca. 30 mínútur.