Sesam kjúklingabitar

Það er alltaf gott að gæða sér á kjúklingi. Hér er einföld uppskrift til að elda gómsæta kjúklingabita.  Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum.

Uppskrift: 

4 kjúklingabringur

Sósa 

4 msk tómatsósa

4 msk hunang

2 msk sojasósa

2 msk edik

4 msk sykur

Salt og pipar

Sesamfræ

Aðferð: 

1. Kjúklingabringurnar eru skornar í litla bita.  Kjúklingabitarnir eru síðan kryddaðir með salti og pipar og steiktir á pönnu upp úr olíu.

2. Á meðan kjúklingabitarnir eru að steikjast er sósan búin til.  Öllum hráefnunum er blandað saman í pott. Hitað að suðu og látið malla við lágan hita meðan kjúklingabitarnir eru að steikjast.

3.  Kjúklingabitunum er blandað saman við sósuna og sesamfræjum sáldrað yfir.

4.  Borið fram með hrísgrjónum.