Rjómaterta með jarðarberjum

Rjómatertur standa allaf fyrir sínu. Hér eru notaðir kökubotnar sem eru búnir til með vanillukökumixi.  Ljúffeng terta til að gera vel við sig.   

Uppskrift:

1 pakki Betty Crocker vanillukökumix

60 ml olía

180 ml vatn

3 egg

Fylling:

100 ml af ávaxtasafa úr dós til að bleyta í botninum

1/3-1/2 líter rjómi – þeyttur

Jarðarberjasulta

Fersk jarðarber – skorin smátt

15 stk makrónur – muldar

Skreyting:

¼ líter rjómi – þeyttur

Fersk jarðarber

Aðferð:

  1. Olíu, vatni og eggjum er blandað saman við vanillukökumixið. Hrært vel í ca. 3 mínútur.
  2. Deigð er sett í tvö hringlaga mót og kakan bökuð við 180° C hita í 23 – 25 mínútur.
  3. Kakan er kæld.
  4. Rjóminn er þeyttur og jarðarberin skorin í litla bita og blandað saman við.
  5. Göt eru gerð á neðri botninn og ávaxtasafanum hellt yfir hann.
  6. Sultunni er smurt yfir botninn og þeytti rjóminn ásamt jarðarberjunum sett ofan á.
  7. Makrónurnar eru muldar yfir rjómann og efri botninn settur ofan á.
  8. Kakan er smurð með þeyttum rjóma og skreytt með jarðarberjum.

Gott ráð: Það er góð tilbreyting frá hinum hefðbundna rjóma að blanda 100 gr af jarðarberjakremi saman við þeyttan rjóma. Þannig er hægt að gera mildan jarðarberjarjóma.

IMG_5434