Rjómasojasúpa

Súpur standa alltaf fyrir sínu, gaman að leika sér með hráefni og prófa eitthvað nýtt. Hér er gómsæt, öðruvísi uppskrift að súpu en það sem gerir hana sérstaka er soyjabragðið en það kemur einmitt skemmtilega á óvart.

Uppskrift: 

2 rauðlaukar

2 hvítlauksrif

2 msk ISO4 olía

6 msk smjör

6 msk hveiti

pipar

60 ml sojasósa

500 ml kjúklingasoð (500 ml soðið vatn og 2 teningar af Knorr kjúklingakrafti)

500 ml matreiðslurjómi

500 ml mjólk

Aðferð:

  1. Rauðlaukarnir og hvítlauksrifin eru skorin smátt og steikt upp úr olíu í 5 mínútur á pönnu.
  2. Smjör brætt í potti, hveitinu blandað saman við þannig að smjörbolla myndist. Kjúklingasoðinu blandað saman við í litlum skömmtum. Hrært vel á milli með pískara.
  3. Sojasósunni og pipar er blandað saman við ásamt steikta lauknum.
  4. Rjómanum og mjólkinni er blandað saman við að lokum, súpan hituð þar til að hún þykknar og er orðin nógu heit.
  5. Kemur einnig mjög vel út að steikja ca. 100 g af sveppum og bæta út í súpuna.
  6. Súpan er borin fram með gómsætu brauði. Hér er uppskrift að góðu brauði.

IMG_3355