Ritzkex kjúlli

Það má segja að góð kjúklingauppskrift sé gulls ígildi.  Hér kemur einföld en rosalega bragðgóð uppskrift að kjúklingabitum sem hjúpaðir eru ritzkexi.

Uppskrift: 

4 stk kjúklingabringur

Knorr kjúklingakrydd eftir smekk

1 pakki ritzkex – fínmulið

2 stk egg

50 ml mjólk

Smjörlíki

Aðferð:

1. Kjúklingabringurnar skornar í litli bita.

2. Egg slegin í sundur og mjólkinni blandað saman við og hrært vel saman.

3. Ritzkexið fínmulið og sett í skál ásamt kjúklingakryddi.

4.  Kjúklingabitunum dýft í eggjablönduna og síðan velt upp úr ritzkexblöndunni.

5. Kjúklingabitarnir steiktir upp úr smjörlíki í smá stund, passa að hafa ekki of háan hita  (þannig að litur komi á allar hliðar).

6. Kjúklingabitarnir settir í smurt eldfast mót og eldað við 175 °C í ca. 30 mínútur eða þar til bitarnir eru steiktir í gegn.

Borið fram með frönskum kartöflum eða hrísgrjónum, grænmeti og hvítlauksbrauði.