Pizzasnúðar – skinkuhorn

Margir eru með sérstaka bökunardaga þar sem hugsunin er að  flýta fyrir þegar kemur að nesti í skólann eða góðgæti í kaffitímum.  Á þessum dögum er vinsælt er að baka pizzasnúða, brauðbollur og skinkuhorn. Hér er gefin upp grunnuppskrift sem hægt er að leika sér með og gera það sem vinsælast er á heimilinu, hvort sem um pizzasnúða, skinkuhorn eða brauðbollur er að ræða.

Uppskrift

630 ml vatn – volgt 

30 g pressuger eða 20 g þurrger 

2-3 tsk sykur 

3 msk olía 

1 egg 

2 1/2 tsk salt

1 kg hveiti 

Aðferð 

1. Gerið er sett saman við volgt vatn. Gerblandan látin standa í ca. 5 mínútur.

2. Sykri, olíu, eggi og salti er blandað saman við. Hrært vel saman við gerblönduna.

3.Hveiti er blandað saman við. Hrært með sleif og síðan hnoðað í höndunum í ca. 5 mínútur.

4. Gerdeigið látið lyfta sér í skál í 40 mínútur eða þar til deigið er búið að tvöfalda sig.

5. Þegar deigið hefur lyft sér er hægt að móta það eða fletja út, allt eftir því hvað á að gera.  Fylling er sett á milli þegar við á.

6. Sett á plötu og látið lyfta sér í 10 mínútur.

7. Bakað við 180 gráða hita í 10-20 mínútur. Allt eftir því hvað á að gera.

Fylling fyrir pizzasnúða 

Pizzasósa – Skinka og pepparoni  – smátt skorið

Rifinn ostur

Fylling fyrir skinkuhorn

Skinkumyrja – Skinka – ostur

pizzasnudur