Piparmyntusúkkulaði á bollurnar

Það jafnast fátt á við gómsæta gerbollu þegar kemur að bolludeginum.  Hér er uppskrift að hefðbundinni gerbollu með piparmyntusúkkulaði ofan á.

Uppskrift: 

800 g hveiti

15 g þurrger

2 dl mjólk

1 dl vatn

100 g smjör

2 stk egg

50 g sykur

¾ tsk salt

3 tsk kardimommudropar

Súkkulaði ofan á: 

1/2 piparmyntusúkkulaði frá green and blacks

2-3 msk rjómi 

Aðferð:

1. Mjólk og vatn er hitað í potti.

2. Þurrefnin sett í skál og blandað saman við mjólkina og vatnið. 

3. Brædda smjörið er síðan blandað saman við ásamt eggjum og kardimommudropunum.

4. Hnoðað vel saman.

5. Látið hefast í 1 klst. 

6. Mótaðar kúlur sem eru settar bökunarpappír  (aðeins þrýst ofan á hverja kúlu ) Látið hefast í ½ tíma og bakað við 180 °C í c.a. 12 mín.

7. Þegar bollurnar hafa kólnað eru þær smurðar með t.d. sultu, þeyttur rjómi settur á milli.  

8. Piparmyntusúkkulaði er brætt yfir vatnsbaði, 2-3 msk af rjóma blandað saman við og súkkulaðið síðan sett yfir bollurnar.