Pekanhnetusnúðar

Pekanhnetur eru tilvaldar til að mylja og setja á snúðana.  Hér er grunnuppskrift að snúðum sem hægt er að leika sér með.

Uppskrift: 

400 ml volgt vatn

200 ml mjólk

18 g þurrger

3 msk ISO4 olía

2 tsk kardimommudropar

2 tsk sykur

3 tsk salt

1 kg hveiti (brauðhveiti eins og Pilsberry hentar vel)

Fylling: 

Karamellusósa

100 g muldar pekanhentur

100 -200 g súkkulaðibitar

Aðferð: 

1. Vatn og mjólk er hitað örlítið,  þurrger, sykur, olía og kardimommudropar blandað saman við (passa samt að hafa vökvann ekki of heitan).

2. Salti blandað saman við ásamt hveitinu.

3. Deigið er hnoðað vel í ca. 5 mínútur og látið hefast í 40 – 60 mínútur.

4.  Deigið er flatt út þegar það hefur náð að hefjast, karamellusósu smurt yfir ásamt muldum pekanhnetum og súkkulaðibitum.  Deiginu er rúllað upp og lengjan skorin í hæfilega stóra bita.

5.  Snúðadeigið er látið hefa sig í ca. 10 mínútur og þá bakað í 15- 20 mínútur við 180°C hita.

20150624_2238