Pastasalat með sólþurrkuðum tómötum

Ljúffengt pastasalat hentar vel við hin ýmsu tilefni eða sem gómsætt nesti í vinnu og skóla. Hér er uppskrift sem er einstaklega góð.

Uppskrift: 

500 g pastaskrúfur (marglitar koma vel út)

1/2 krukka Sólþurrkaðir tómatar í olíu

5 stk hvítlauksgeirar

2 dl olívuolía

1/2 tsk malton salt

2 tsk hunang

2 tsk grænmetiskrydd frá Knorr

1 tsk hvítlauksblanda frá pottagöldum

100 g furuhnetur

150 g pepparoni

4 stk kjúklingabringur

Pipar eftir smekk

Aðferð: 

1.  Pastaskrúfurnar eru soðnar í vatni samkvæmt leiðbeiningum. Kemur vel út að setja smá salt í vatnið eða grænmetistening.

2. Sósan á pastað er búin til með því að setja sólþurrkuðu tómatana í matvinnsluvél ásamt hvítlauksgeirunum, olívuolíunni, hunanginu, kryddinu og saltinu.  Þetta er unnið vel saman eða þar til allt er vel maukað.

3.  Pepparoníið er skorið í litla bita.  Kjúklingurinn er skorinn smátt og steiktur upp úr olíu og salti og pipar.  Furuhnetururnar eru settar á pönnuna í lokinn til að rista þær örlítið.  Þessu öllu er blandað saman við pastaskrúfurnar ásamt sósunni.

4. Það hentar vel að bera salatið fram með gómsætu brauði. Hér má finna uppskrift að því:

IMG_5242_8386