Páskalambið

Það eru margir sem eru með lambalæri yfir páskana. Sumir elda það í ofni meðan aðrir grilla það.

Það sem skiptir þó mestu máli er að lambið sé bragðgott og ekki of flókið í undirbúningi.

Hér er uppskrift að gómsætu lambalæri .

Uppskrift:

2 – 2,5 kg lambalæri

5 hvítlauksrif – skorin í tvennt eða þrennt

1 dl hunangs dijon sinnep

1/4 dl balsamik edik

Krydd: 

2 tsk  timjan

Malton salt

pipar

mynta  eftir smekk

Aðferð: 

1. Byrjað er á því að skera nokkrar djúpar rifur á lærið og hvítlaukurinn settur í hverja rifu.

2. Hunangs dijon sinnep og blasamik ediki er blandað saman og smurt yfir lærið.

3. Kryddinu er blandað saman og sett jafnt á lærið.

4. Mjög gott að leyfa lærinu að standa við stofuhita um 1 klst áður en það er eldað.

5.  Lærið er sett í fat og eldað við háan hita, ca. 220 °C í 15 mínútur eða þar til það er orðið brúnt.  Þá er hitinn lækkaður niður í 180°C og eldað í ca. 1 -1 1/2 klst eða þar til kjöthitamælir sýnir 65°C hita.

6. Lærið er tekið út úr ofninum og látið standa í ca. 10 mínútur áður en það er skorið.

IMG_5875

Það kemur mjög vel út að bera lærið fram með gratíneruðum kartöflum

Uppskrift: 

1 kg kartöflur skrældar og sneiddar niður í skífur

1/2 l. rjómi

Rifinn ostur

Hvítlaukskrydd

Aðferð: 

1. Kartöflurnar eru skrældar og sneiddar niður í skífur.

2. Eldfastmót er smurt og botninn þakinn kartöfluskífum.

3. Rjóma er hellt yfir, hvítlaukskryddi sáldrað yfir ásamt ostinum.

4. Þá er annað lag af kartöflum sett yfir og ferlið endurtekið eins og hér að undan þar til mótið er fullt.

5. Osti er sáldrað yfir síðasta lagið og kartöflugratínið eldað við 180° C hita í ca. 30 – 40 mínútur.

IMG_5881