Nachos lasagna

Æðisleg uppskrift af Nachos lasagna sem erfitt er að hætta að borða þegar maður er byrjaður.

Nachosflögurnar gefa skemmtilegt bragð og mikil tilbreyting frá hinu hefðbundna lasagna sem við þekkjum.

Uppskrift: 

500 g nautahakk

1/2 rauðlaukur

1 krukka salsasósa mild

1 askja (400 g) rjómaostur

c.a 10 stk lasagnaplötur fer eftir stærð eldfasta mótsins

Rifinn ostur

Ofan á: 

Nachosflögur

Guacamole

Salsasósa

Aðferð:

1. Gott að leggja lasagnaplöturnar í kalt vatn meðan verið er að gera hakkblönduna.

2. Steikið hakkið og setjið smásaxaðan rauðlaukinn út í og steikið smá stund.

3. Rjómaostur og salsasósa sett saman við. Þarf ekki að hita bara hræra vel saman við heitt hakkið.

4. Takið til eldfast mót spreyjið með olíu. Setið hakkblöndu í botninn og lasagnaplötur yfir þannig að það verði 2 lög af lasagnaplötum og þrjú lög af hakkblöndu (hakkblanda, lasagnaplötur, hakkblanda, lasagnaplötur og hakkblanda eftst).

5.  Rifinn ostur settur yfir og þetta bakað í ca. 30 mín við 175°C eða þar til osturinn er orðinn bakaður.

6. Þá er nachosið sett yfir ostablönduna og  guacamole og salsasósan sett hér og þar yfir. Þetta hitað í nokkarar mínútur c.a 5 – 7 mín.

7. Borið fram með hvítlauksbraði og fersku salati með fetaosti.