Möndlukaka

Það er einfalt að breyta vanilluköku í möndluköku.  Það sem þarf er vanillukökumix og möndludropa.  Þessi hittir í mark

Uppskrift: 

1 pakki Betty Crocker vanillukökumix

3 stk meðalstór egg

60 ml ISO4 olía

180 ml vatn

2-3 tsk möndludropar

Glassúr: 

200 g flórsykur

20-30 ml vatn

1 msk síróp

1-2 tsk vanilludropar

Bleikur matarlitur

1-2 msk kakó (til að búa til brúnan lit)

Aðferð: 

Eggjum, olíu, vatni og möndludropum er blandað saman við vanillukökumixið. Hrært í 2-3 mínútur. Hellt í smurt bökunarmót og bakað við 160 °C (blástur) 180°C (Yfir og undirhiti) í ca. 22-27 mínútur.

Glassúrinn er búinn til með því að blanda flórsykri, vatni, sírópi og vanilludropum saman. Hrært vel saman. 2/3 af glassúrnum er tekinn frá og bleikum matarlit blandað saman við. Kakói er blandað saman við restina af hvíta glassúrnum.

Þegar kakan hefur kólnað er bleika glassúrnum smurt yfir kökuna og til að búa til munstur er brúna glassúrnum dreift yfir þannig að munstur myndast.