Mexíkó brauðréttur

Það er fátt betra en að fá gómsætan brauðrétt í veislunni eða klúbbnum.  Brauðréttirnir hitta oftar en ekki í mark hjá veislugestum og þykja gott mótvægi við sætum hnallþórum.

Hér er uppskrif af einföldum en bragðgóðum brauðrétti.

Uppskrift 

1 stk samlokubrauð – skorpan tekin af og brauðið skorið í teninga.

Fylling: 

1 pk skinka – skorin smátt

10 stk sveppir – skornir smátt

20 g smjör

1/2 líter matreiðslurjómi

1 dl mjólk – notuð til að þynna blönduna – má sleppa

2 grænmetisteningar

1 dl majónes

1 stk mexíkóostur – skorinn smátt

1/2 stk hvítlauksostur – skorinn smátt

Salt og pipar eftir smekk

Rifinn ostur

Aðferð: 

1. Brauðið er skorið smátt, sett í smurt eldfast mót.

2. Skinka og sveppir skorið smátt og steikt í nokkrar mínútur upp úr smjöri. Sett til hliðar.

3. Rjómi, mjólk, majónes, grænmetisteningur og ostur hitað í potti þar til osturinn er bráðnaður.

4. Blandan er bragðbætt með salti og pipar eftir þörfum.

5. Skinku- og sveppabitunum er blandað saman við.  Blöndunni síðan hellt yfir brauðbitana.

6. Eldfasta mótið er þakið með rifnum osti.

7. Hitað í ofni við 175°C hita í um 35 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið á sig lit.

 

IMG_6237 IMG_6247