Marsterta

Tertur sem bráðna upp í munninum eru vinsælar. Þessi uppskrift af dýrindis marstertu er einmitt ein af þeim.  Sígild marengsterta sem hittir í mark í veislunni.

Uppskrift: 

Marengsbotnar:

5 stk eggjahvítur

250 g DanSukker sykur (fíngerður sykur og hentar því vel)

1 1/2 tsk lyftiduft

Fylling:

1/2 líter rjómi – þeyttur

3 stk mars – skorin í litla bita

Marssósa ofan á: 

2 stk  mars

50 g smjör

5 eggjarauður

3-4 msk flórsykur

Aðferð: 

1. Marengsbotnarnir eru búnir til með því að þeyta eggjahvítu vel, blanda sykrinum saman við og stífþeyta. Lyftiduftinu er blandað varlega saman við í lokinn.  Marengsblandan er sett á smjörpappír og botnarnir bakaðir við 130° C hita í 1 klst og 20 mínútur.

2. Fyllingin er búin til með því að þeyta rjómann, skera marsstykkin í litla bita og blanda saman við rjómann.  Fyllingin er sett á neðri marengsbotninn. Annar marengsbotn er lagður ofan á.

3. Súkkulaðisósan er búin til með því að hita súkkulaðibitana yfir vatnsbaði ásamt smjörinu.  Meðan blandan er að kólna er eggjarauður og sykur þeytt vel saman.  Þegar súkkulaðiblandan hefur kólnað er henni blandað varlega saman við eggjablönduna.  Sósunni er hellt yfir kökuna.

IMG_2960 IMG_2963 IMG_2979 IMG_2996