Litrík marengsterta

Marengstertur er hægt að útfæra á ýmsan hátt. Flestir halda sig við hinn hefðbundan marengs sem er hvítur. Það er líka mjög gmana að breyta til og til dæmis lita marengsinn.

Áhöld sem þarf í þessa uppskrift:

Sprautupoki

1M sprautustútur

Pensill

Uppskrift:

6 eggjahvítur

300 g Dan Sukker sykur

1 tsk lyftiduft

Matarlitir – nokkrir litir

Fylling: 

1/2 líter rjómi – þeyttur

bláber

1/2 dós Dole kurlaður ananas – safinn pressaður frá

4 kókósbollur

Aðferð: 

1. Marengsbotnarnir eru búnir til með því að þeyta eggjahvíturnar í hrærivél, blanda sykrinum smám saman saman við. Í restina er lyftiduftinu blandað varlega saman við.

2. Sprautustúturinn er settur í sprautupokann, matarlitarákir penslaðar inn í sprautupokann með reglulegu millibili.  Marengsblandan er sett í pokann og byrjað að sprauta í miðjunni og farið í hringi.

3. Botnarnir eru bakaðir í ca 1 1/2 klukkutíma við 120-130  gráða hita (blástur).  IMG_6277

4. Fyllingin er búin til með því að þeyta rjóma, blanda síðan varlega saman við bláberjum, ananas og 2 kókósbollum.

5. Fyllingin er sett ofan á annan botninn og 2 kókósbollur settar ofan á rjómann ásamt bláberjum. Botninn settur yfir. Kakan látin standa í kæli í ca. 4-6 tíma áður en hún er borin fram.  Kemur líka vel út að leyfa kökunni að standa yfir nóttu.

IMG_6305

IMG_6340