Laukídýfa

Æðislegt að geta gert sína eigin ídýfu – hægt að nota með snakki eða niðurskornu grænmeti.

Uppskrift: 

2 msk ISO4 olía

1 – 2 stk rauðlaukur – smátt skorinn

2 hvítlauksrif

1 tsk sykur

1 dós sýrður rjómi eða grískt jógúrt

100 g majónes

1 tsk Worchestershire sósa 

1/4 tsk pipar

1/8 -1/4 tsk salt

Aðferð: 

  1. Laukurinn er skorinn smátt, olíu hellt t á pönnu og  laukurinn steikur í ca. 5 mínútur við miðlungshita, síðan er hitinn lækkaður örlítið og haldið áfram að steikja laukinn í 20 mínútur.
  2. Hvítlauk og sykri er blandað saman við laukinn, hitað áfram í 5 mínútur. Lauklbandan er kæld í 10 mínútur.
  3. Sýrðum rjóma, majónesi og worchestershire sósu  er hrært vel saman í skál. Laukblöndunni er að lokum blandað saman við ásamt pipar og salti.