Kökupinnar með vanillubragði

Kökupinnar eru augnayndi í veisluna. Hentugt að gera þá deginum áður og geyma í kæli.  Hér er einföld hugmynd að kökupinnum sem eru hjúpaðir með hvítu súkkulaði og kökuskrauti sem fylgir Betty Crocker vanillukreminu.

Uppskrift ca. 40 kökupinnar

1 pakki Betty Crocker vanillukökumix– einnig er hægt að nota gulrótakökumix

3 egg

180 ml vatn

60  ml olía

400 g Betty Crocker vanillukrem með kökuskrauti

50 g súkkulaði til að dýfa pinnanum í

200 g hvítt súkkulaði til að hjúpa kökupinnana

Kökuskraut sem fylgir vanillukreminu til að skreyta

Aðferð: 

Eggjum, vatni og olíu er blandað saman við vanillukökumixið. Hrært vel saman  í 2- 3 mínútur.

Deigið er sett í ferkantað bökunarmót 20×30 og bakað við 180°C hita í 22–27 mínútur.

Þegar kakan er orðin köld er hún tekin í sundur og mulin niður í skál.

Vanillukreminu er blandað saman við með gaffli, einnig hægt að fara í einnota hanska og blanda kreminu og mulningnum saman. . Blandan á vera þannig að hún festist ekki við hendurnar en heldur ekki of þurr.IMG_4904

Kúlur mótaðar, settar á smjörpappír og síðan í kæliskáp í 15–30 mínútur eða í frysti í 5 mínútur.

Kúlurnar eru teknar út, endanum á kökupinnunum dýft í súkkulaði og stungið í miðjuna á kúlunum. Kökupinnarnir eru kældir aftur í 5 mínútur.

IMG_4913

Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og síðan notað til að hjúpa kökupinnana.

IMG_4934

Kökupinnarnir eru svo skreyttir með kökuskrautinu sem fylgir kreminu.

IMG_4941