Kjúklingasamloka með Mango Chutney

Það er tilvalið að smyrja sér samloka fyrir ferðalagið, útileguna, veisluna eða bara þegar svengdin kallar.

Hér er uppskrift að kjúklingasamloku sem auðvitað er að leika sér að gera að sinni.

Kjúklingasamloka með Mango Chutney

Samlokubrauð

2 Kjúklingabringur- skornar í litla bita sem síðan eru steiktir með salti, pipar og hvítlaukskryddi.

ISO 4 olía til að steikja upp úr.

2 dl Hellman’s majones

2- 3 tsk hunangs dijon sinnep (eða nota hunang og sinnep)

Mango Chutney

Kál

Tómatar

Gúrka

Furuhnetur

Mozzarellaostur

Aðferð:

1. Kjúklingurinn er steiktur upp úr salti, pipar og hvítlaukskryddi, sett til hliðar meðan samlokan er smurð.

2. Majones og sinnep hrært vel saman og smurt á brauðið, mango Chutney smurt yfir.

3. Kálið er sett ofan á ásamt mozzarellasneiðum, tómatsneið og gúrkusneið.

4. Kjúklingurinn er settur ofan á og brauðið sem er sett yfir er smurt með majonesblöndunni og mango Chutney.

kjuklingaloka