Kjúklingasalat

Kjúklingasalat er hentugt þegar syttist í matartíma og lítill tími sem hægt er að eyða í eldamennsku.  Hægt að leika sér með uppskriftina og nota það sem til er í ísskápnum.

Uppskrift: 

1 grillaður kjúklingur – brytjaður smátt

Barbecuesósa

Salat að eigin vali

Gúrka

Vínber

Paprika

Beikon – steikt og skorið í grófa bita

Salthnetur

Olía ofan á salatið: 
ca. 5 msk Olífuolía

1 -2 tsk Providence krydd

Aðferð: 

1. Kjúklingurinn er brytjaður og steiktur upp úr barbecuesósu.  Settur til hliðar.

2. Beikonið steikt og skorið í bita.

2. Salatið, gúrku-, paprikiu og vínberjabitar sett í stóra skál.

3. Kjúklinga- og beikonbitunum er blandað saman við salatið ásamt salthnetum.

4. Olíunni er blandað saman við.

4. Borið fram með Nacoflögum og  t.d. hvítlaukssósu