Karrý kjúklingaréttur

Það er alltaf gaman að kítla bragðlaukana með bragðsterkum mat. Hér er uppskrift að pottrétti sem er sérlega ljúffengur.

Uppskrift:

10 stk kjúklingaleggir

50 g smjör

2 stk laukur- skorinn smátt

2-3 hvítlauksrif – pressuð

1 dós niðursoðnir tómatar

3 msk karrý

2 tsk salt

pipar eftir smekk

1 tsk cumin

½ tsk cayenne pipar

250 ml rjómi

100 g kasjúhnetur

Aðferð:

  1. Laukarnir eru skornir smátt og steiktur upp úr smjöri ásamt hvítlauknum.
  2. Niðursoðnu tómatarnir eru blandaðir saman við laukinn.
  3. Karrý, salt, pipar, cumin og cayenne pipar er bætt út í.
  4. Rjóminn er settur í stóran pott ásamt laukblöndunni. Kjúklingaleggirnir eru settir útí. Rétturinn er eldaður í ca. 40 mínútur eða þar til allt er orðið eldað í gegn.
  5. Kasjúhnetur er bætt út í í lokinn.

IMG_4179