Karamelluostakaka

Æðisleg og einföld uppskrift af karamelluostaköku. Kakan er fljótgerð og ljúf í munn.

Uppskrift: 

Botn: 

1/ 2 pakki Mc Vites hafrakex

1/2 pakki Mc Vites hafrakex með dökku súkkulaði

100 g smjör – brætt

2 msk Dan Sukker púðursykur

Fylling: 

200 g rjómaostur

100 g flórsykur

250 ml rjómi – þeyttur

1/2 dós kurlaður Dole ananas

4 msk karamellusósa (Dulse de leche)

Sósa yfir kökuna:

10 stk dumle karamellur

5 msk rjómi

Bláber notuð til skrauts

Aðferð:

1. Kexið er mulið í matvinnsluvél, smjörinu og púðursykrinum blandað saman við.

2. Blandan sett í smurt eldfast mót og kælt í ca. 3o mínútur.

IMG_6192

3. Fyllingin er búin til með því að hræra rjómaostinum og flórsykrinum saman.  Karamellusósunni er blandað saman við ásamt ananaskurlinu.

4. Rjóminn er þeyttur og síðan blandaður varlega saman við rjómaostablönduna.

5. Fyllingin er sett yfir kexbotninn og kakan fryst í 2-3 klukkutíma. Á meðan er karamellusósan búin til með því að hita dumle karamellur undir vatnsbaði og blanda rjómanum saman við og hræra vel.

6. Karamellusósan er hellt yfir kökuna áður en hún er borin fram ásamt bláberjum.

IMG_6194

IMG_6260IMG_6269