Jólaísinn

Það er fátt hátíðlegra en að gæða sér á heimagerðum ís. Tobleroneísinn er í sérflokki, mildur og góður.

Hvernig væri að prófa?

Uppskrift: 

6 stk eggjarauður

6 msk sykur

100 g Toblerone brætt

7 dl rjómi

200 -250 g Toblerone, saxað

6 stk eggjahvítur

Aðferð: 

1. Toblerone er brætt yfir vatnsbaði og kælt aðeins.

2. Eggjarauður og sykur er þeytt vel saman og brædda Tobleroninu hellt saman við.

3. Rjóminn er þeyttur og honum blandað saman við blönduna ásamt söxuðu Toblerone.

4. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandað varlega saman við.

5. Blandan er sett í frostþolið mót og fryst í a.m.k. 5 klst.

Oft er smá sykur settur í botninn á mótin til að auðveldara sé að losa ísinn úr mótinu.