Hundakaka

Það eru margir dýravinirnir sem elska að halda upp á afmælið sitt með dýrakökum.  Hér kemur einföld útfærsla af hundaköku sem búin er til úr tveimur hringlaga Betty Crocker botnum.

Súkkulaðikökubotn

1 pk Betty Crocker mjólkusúkkulaðikökumix

Hráefni sem stendur á pakka:

3 egg

250 ml vatn

90 ml olía

Aðferð:

  1. Öll hráefnin sett saman í skál og hrærð vel saman í ca. 3 mínútur.
  2. Deigið er sett í tvö hringlaga mót sem eru ca. 22 cm
  3. Bakað í 25 mínútur við 180° C hita (yfir og undir hiti)

Það er vel hægt að nota Betty Crocker kremin til að setja á milli. Einfalt, fljótlegt og mjög gómsætt. Fyrir þá sem vilja smjörkrem er kemur þessi uppskrift mjög vel út.

Smjörkrem: 

250 g smjör
200 g Dan Sukker flórsykur
1 msk kakó
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1/2 – 1  msk síróp

Aðferð:

Þeytið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og ljóst, bætið kakói útí og hrærið síðan eggjarauðunni saman við. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.

Sykurmassi er notaður til að hjúpa kökuna og skreyta.

IMG_6460

Hvítur sykurmassi er notaður til að hjúpa kökuna og búa til eyru.  Svartur sykurmassi er notaður til að búa til augabrúnir, nef og doppur á andlitið og augu.

 

IMG_6436

Gulur sykurmassi er notaður til að gera hundaólina.  Þá er sykurmassinn flattur út, skorinn í hæfilega þykka ræmu og límdur með sykurmassalími eða vatni á kökuna.  Merkið á ólina er búið til með því að skera út formið úr gulum sykurmassa. Rauður sykurmassi er notaður til að búa til línurnar í kring ásamt s-inu í miðjunni.

IMG_6435 IMG_6433