Hrekkjavökukaka

Nú styttist í Hrekkjavökuna en hún er 31. október.  Íslendingar hafa síðustu árin prófað sig áfram með hinar ýmsu hrekkjavökuveislur og eru í auknu mæli farnir að halda upp á þessa skemmtilegu hefð.  Þó hefðin sé komin erlendis frá þá er um að gera að taka þátt í gleðinni og gera sér dagamun.  Er ekki málið að hafa smá gaman og skemmta sér og fólkinu í kringum sig með hrollvekjandi veitingum.  Hér er einföld hugmynd að köku sem hægt er að hafa í slíkri veislu.

Uppskrift: 

1 pk Betty Crocker djöflakökumix eða mjólkursúkkulaðikökumix

Hráefni sem stendur á pakka:

3 egg

250 ml vatn

90 ml ISO4 olía

1 dós Betty Crocker súkkulaðikrem

1 kg hvítur sykurmassi – fæst tilbúinn út í búð.

200 g svartur sykurmassi.

Aðferð: 

1. Eggjum, olíu og vatni blandað saman við djöflakökumixið og það hrært mjög vel saman.

2. Deigið sett í 2 hringlaga mót og bakað í við 180°C í 25 mínútur.

3. Kakan látin kólna – kremið gert tilbúið á meðan.

4. Kakan er smurð með súkkulaðikreminu á milli og utan um kökuna.

5. Hvítur sykurmassi er flattur út og settur utan um kökuna.

6. Kakan er skreytt með svörtum og hvítum sykurmassa, sjá nánar á mynd.

IMG_9747