Hollustukaka

Það er þægilegt að eiga uppskrift að einfaldri og gómsætri hollustuköku.  Það er vel hægt að leika sér með hráefnin og skipta út því sem hverjum og einum finnst best.

Uppskriftin að botninum má einnig nota til að búa til hollustu kúlur.

Botn 

2 dl döðlur – fínt saxaðar

2 dl rúsínu – fínt saxaðar

2 dl kókósmjöl

2 dl haframjöl

1 dl apríkosur – fínt saxaðar

3-4 msk agave síróp

100 g 70 % súkkulaði – brætt og hellt yfir botninn

Ávextir:

1/2 Melóna

2 stk Kíwí

2 stk Epli

2 stk Pera

Kókósmjöl

Súkkulaði – rifið

Aðferð:

1. Botninn er búinn til með því að fínsaxa döðlur, rúsínur og apríkósur. Sett í skál ásamt kókósmjöli, haframjöli og sírópi.

2. Blöndunni er hrært vel saman og síðan sett í smurt eldfast mót.

3. Súkkulaði er brætt og hellt yfir botninn.

4. Ávextirnir eru skornir smátt og settir yfir kökuna og kókósmjöli og rifnu súkkulaði er sáldrað yfir.

5. Þeyttur rjómi hentar mjög vel með kökunni.

IMG_3733

 

 

IMG_3739IMG_3748IMG_3791-1