Hnetusmjörsbrownie

Browniebotn

 1 stk Betty Crocker brownie kökumix – bakaður samkvæmt leiðbeiningum á pakka

Hnetusmjörsfylling:

120 g smjör

160 g púðursykur

4 msk mjólk

200 g Skippy hnetusmjör

120 g hveiti

salt á hnífsoddi

Súkkulaðiganahce

200 g súkkulaði

90 ml rjómi

1 ½  msk sykur

súkkulaðibitar  eftir smekk til að skreyta

Aðferð:

  1. Browniebotn er bakaður samkvæmt leiðbeiningum á pakka í bökunarmótið sem er 20X30cm.
  1. Hnetusmjörsfyllingin er búin til með því að þeyta smjöri og sykur saman í ca. 5 mínútur. Mjólk blandað saman við ásamt hnetusmjöri, hveiti og salti. Þessu er þeytt vel saman og síðan sett í jöfnu lagi ofan á browniebotninn.
  1. Súkkulaðiganache er búið til með því að setja súkkulaði, rjóma og sykur í skál og hita í örbylgjuofni í ca. 1 -2 mínútur. Passa að hræra í skálinni á 30 sek. fresti.  Súkkulaðiganache-ið er síðan hellt yfir hnetusmjörsfyllinguna.
  1. Mjög gott að frysta eða kæla kökuna áður en hún er skorin í bita og borin fram.