Hjónabandssæla

Er ekki tilvalið að koma elskunni sinni á óvart með gómsætri hjónabandssælu?  Hjónabandssæla er fljótgerð og einfaldari en margur heldur.

Uppskrift:

150 g sykur

200 g hveiti

70 g kókósmjöl

180 g smjör við stofuhita

3/4 tsk lyftiduft

3/4 tsk matarsóti

100 g haframjöl

1 tsk egg

Blönduð berjasulta eða uppáhalds sultan þín

Aðferð:

1. Öllu er blandað saman í hrærivél og vinnið rólega saman.

2. Deigið er látið standa í smá stund.

3. Deigið rúllað út – fínt að hafa smá hveiti undir.

4. Deigið er sett í mót ca. 26 cm smurt mót.  Afgangurinn af deiginu er notaður til að búa til strimla sem fara yfir sultuna. Pítsahnífurinn kemur þar að góðum notum.

5. Sultan er sett yfir deigið og strimlarnir þar yfir.

5. Kakan er bökuð í ca. 20 mínútur við 190°C hita eða þar til hún er bökuð.

IMG_3899

IMG_3901

IMG_3907

IMG_3915