Hjartakaka

Þessi kaka er gómsæt og mjög gaman að búa hana til.  Það sem gerir hana sérstaka er að hún er með hjartamunstri að innan.

Uppskrift: 

1 pakki Betty Crocker vanillukökumix ásamt þeim hráefninum sem stendur á pakka

1 pakki Betty Crocker mjólkursúkkulaðikökumix

1/2 pakki súkkulaðibúðingsduft ásamt þeim hráefnum sem stendur á pakka.

Hvítum súkkulaðibitum sáldrað yfir (má sleppa)

Aðferð:

1. Eggjum, vatni, matarlit og olíu er blandað saman við vanillukökumixið, hrært vel saman og sett í formkökumót. Bakað í 25 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn.

2. Þegar kakan hefur kólnað er hún skorin í hæfilegar sneiðar. Hver sneið er síðan stungin út með hjartaskera.

3. Eggjum, vatni, búðingadufti er blandað saman við súkkulaðikökumixið, hrært vel saman. Örlítið af deiginu er hellt í botninn á formkökumóti. Bleiku hjartakökunum er raðað þétt saman ofan á deigið og restinni af súkkulaðikökudeiginu er hellt yfir. Hvítum súkkulaðibitum er sáldrað yfir. Kakan er þá bökuð í 25 mínútur eða þar til hún er bökuð í gegn.

IMG_4689

IMG_3719

IMG_3727

IMG_3731

IMG_3764