Heimsins bestu vöfflur

Það er fátt meira heillandi þegar gestir bera að garði en að bjóða upp á ljúffengar vöfflur. Hér er vanillukökumixið frá Betty Crocker notað, einfalt og gómsætt. Gerist varla  betra.

Uppskrift: 

1 stk Betty Crocker vanillukökumix

60 ml olía

180 ml vatn

3 egg

Aðferð:

1. Olíu, vatni og eggjum er  blandað saman við kökumixið. Hrært vel saman í ca. 3  mínútur.

2. Vöfflujárn er smurt með smjöri til að vöfflurnar festist ekki.  Deiginu er hellt á járnið og það bakað þar til vöfflurnar eru tilbúnar.

3. Vöfflurnar eru bornar fram með sultu, rjóma og jarðarberjum.  Kemur einnig vel út að nota ís og súkkulaðisósu.

IMG_7604_1094

IMG_7616_1106

IMG_7619_1109

IMG_7621_1111IMG_7644_1134IMG_7736_1223