Grillaður silungur

Grillaður fiskur er algjört lostæti og mjög einfalt að undirbúa og matreiða.

Hægt að nota lax eða silung í þessari uppskrift.

500 g silungur

1/2 krukka hvítlauksgrillolía/sósa

Malton salt

Pipar

Hvítlaukskrydd

Fiskikrydd frá Knorr

Aðferð:

Fiskurinn er mareneraður með tilbúnni hvílauksmareneringu og síðan kryddaður með salti, pipar, hvítlaukskryddi og fiskikryddi. Mjög gott að leyfa fiskinum að marenerast í 1 klst áður en hann er grillaður.  Grilltími er ca. 10 mínútur hvor hlið en fer þó eftir þykktinni á fiskinum.