Graskerssúpa

Þessi súpa er einstaklega mild og góð. Hentar við öll tilefni og frábær fyrir börn þar sem súpan er

fínmaukuð.
Uppskrift fyrir 6
1 líter vatn
1 grasker ca. 500 g
1 sæt kartafla ca. 300 g
1 gulrót
1 rauðlaukur
3 hvítlauksgeirar
salt og pipar
1/8 tsk hvítlauksblanda
1/8 tsk chilliduft
3 msk sítrónusafi
250 g rjómaostur
Borið fram með:
Sýrðum rjóma
Nachips/nachos
Aðferð
1 lítra af vatni er hellt í pot tog vatnið hitað. Grasker, sæt kartafla, gulrót.
rauðlaukur og hvítlaukur er skorið í litla bita og sett út í vatnið. Kryddað og síðan
eldað í ca. 30 mínútur. Súpan er tekin af hellunni og látin standa í um 10 mínútur
til að ná mesta hitanum úr henni. Þá er súpan sett í matvinnsluvél til að fínmauka
bitana. Þegar búið er að mauka bitana er blandan sett aftur í pottinn og
rjómaostinum bætt saman við. Súpan er síðan hituð áfram í um 5-10 mínútur.
Súpan er borin fram með rjómaosti og nachipsflögum.