Frönsk piparmyntusúkkulaðikaka

Það er fátt dásamlegra en gómsæt frönsk súkkulaðikaka.  Hér er uppskrift þar sem notað er piparmyntusúkkulaði en það gefur einstaklega góðan keim.

 Uppskrift:

100g Green&Blacks 70% súkkulaði dökkt

100g Green and Blacks piparmyntusúkkulaði

200 g smjör

4 egg

2 dl Dansukker sykur

2 msk Pillsbury hveiti

Súkkuklaðiganache

1/2 stk Green&blacks mjólkusúkkulaði

1 1/2 dl rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða saman súkkulaði og smjör við vægan hita í potti.
  2. Þeytið saman egg og sykur í skál þangað til það er létt og ljóst og bætið þá hveitinu rólega út í. Ég mæli með að nota sykur með fíngerðum kristöllum eins og Dansukker til að fá konfekt áferð á kökuna.
  3. Hellið síðan súkkulaði blöndunni hægt og rólega saman við sykurblönduna og hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman.
  4. Bakið í hringformi við 180°C í 35 mínútur.
  5. Súkkulaðiganache-ið er búið til með því að bræða súkkulaði yfir heitu vatnsbaði. Rjómanaum er blandað saman við þegar súkkulaðið hefur bráðnað.  Hrærið  vel saman.
  6. Setjið á fallegan disk og hellið súkkulaðiganache yfir kökuna og stráið flórsykri yfir. Skreytið síðan með jarðarberjum.

Kökuna má bera kalda eða heita, dásamleg með þeyttum rjóma.

 

IMG_7577