Forréttir fyrir áramótin

Áður en aðalrétturinn er borinn fram er alltaf gott að gæða sér á gómsætum smáréttum.  Hér koma nokkrar hugmyndir sem auðvelt er að búa til.

IMG_2789

tortilla

Pítsatortillaskálar

Uppskrift:

1 pakki Tortillakökur

Pítsasósa

Fylling:

Skinka – skorin smátt

Pepperoni – skorið smátt

Tómatur – skorinn smátt

1/4 rauðlaukur – skorinn smátt

Ostur – rifinn

Oregano

Aðferð: 

1. Tortillakökurnar eru skornar í minni hringi t.d. með hringjamóti, settar í muffinsbökunarmót – lítið eða stórt ef því hversu hringirnir eru stórir. Hitað í ofni í 7 mínútur við 180° C.

2. Pítsasósan er sett í hverja skál.

3. Skinka, pepperoni, laukur og tómatur er skorið smátt og sett ofan í hverja skál. Osti sáldrað yfir ásamt oregano.

4. Tortillaskálarnar eru hitaðar aftur í ca. 7 mínútur.

 

IMG_2819

Kjúklingastrimlar með sesam- og möndluhjúp

Uppskrift: 

2-3 kjúklingabringur

2 egg

Hjúpur: 

1 dl sesamfræ

1/2 dl möndlur – grófmuldar

1 tsk hvítlaukssalt

1/2 tsk paprika

1/2 tsk salt

1/4 pipar

Cayennepipar á hnífsoddi

Aðferð: 

1.  hráefnin sem eiga að fara í hjúpinn er blandað saman og sett í skál

2. Eggin slegin í sundur og sett í aðra skál.

3. Kjúklingabringurnar skornar í litla strimla, velt upp úr eggjunum og síðan hjúpnum.

4. Kjúklingastrimlarnir eru steiktir í ca. 3 mínútur á hvorri hlið og síðan sett á bökunarplötu og eldað í ca. 20 mínútur eða þar til þeir eru steiktir í gegn við 180°C.

5. Kjúklingastrimlarnir eru bornir fram með sósu að eigin vali.  Þessi sósa er mjög góð.

IMG_1272

Brauðteningar

Uppskrift:

2 rúllutertubrauð – hvert rúllutertubrauð skorið í tvennt

Fylling:

Kál – aðeigin vali

Skinka

Sætt sinnep

Majónes

Pítusósa

Skinkumyrja

Ostur

Piknik franskar

rautt pestó

Aðferð: 

1. lag: Majónesi smurt yfir 1 helminginn af rúllutertubrauðinu, Kál sett yfir ásamt sinnepi

2. lag: Skinkumyrja smurt undir og yfir næsta brauðlag.   Skinka sett yfir ásamt osti og piknik frönskum.

3. lag: Majónesi smurt undir næsta brauðlag, pestó ofan á.  Kál sett yfir.

4. lag: Majónesi smurt undir fjórða og síðasta brauðlagið.  Mjög gott að sáldra örlítið af olívuolíu yfir efsta lagið og krydda t.d. með Grænmetiskryddi frá Knorr.

Setjið t.d. brauðbretti  fyrir ofan og neðan brauðið og pressi í nokkra klukkutíma áður en það er skorið í litla teninga.