Fiskispjót með sítrónu- og hvítlauksbragði

Á góðum degi er dásamlegt að grilla gómsætan fisk. Fljótlegt að skera fiskinn í litla bita og stinga á grillspjót.

Uppskrift: 

600-800 g fiskur – skorinn í litla teninga

Marenering:

1 dl olívuolía

3-4 hvítlausksrif – skorin smátt eða pressuð

safi úr 1/2 sítrónu

1/2 tsk hvítlaukskrydd

1/2 tsk steinselja

Maltonsalt og pipar eftir smekk

Rauðlaukur er skorinn í grófa bita og settur á milli fiskiteningana.

Aðferð: 

1. Fiskurinn er skorinn í hæfilega stóra teninga

2. Lögurinn búinn til með því að blanda olíu, hvítlauk, sítrónusafa, hvítlaukskryddi, steinselju, salti og pipar saman.

3. Fiskiteningarnir eru settir í löginn og látnir vera þar í ca. 30 mínútur.

4. Fiskiteningarnar eru settur á grillspjót, rauðlaukur settur á milli.

5. Fiskispjótin eru grilluð í ca. 15 mínútur eða þar til bitarnar eru steiktir í gegn.

Skolinn_4449