Eplasnakk með súkkulaði og karamellusósu

Fersk epli, sneidd í þunnar sneiðar standa allaf fyrir sínu en ef mann langar í eitthvað aðeins meira þá getur verið gott að poppa aðeins á sneiðarnar og blanda fleiru saman við.

Hér er uppskrift að eplasnakki sem búið er að sáldra granólablöndu yfir ásamt  lífrænu súkkulaði og heimatilbúnni karamellusósu.

Uppskrift:

3 epli – þvegin og skorin í þunnar sneiðar

Granóla múslí frá Góðu Fæði

50 g 70% Green & Blacks súkkulaði – brætt

Heimatilbúin karamellusósa: 

200 ml kókósmjólk

125 ml agave síróp

Örlítið salt

2 tsk kókósolía

1 tsk vanilludropar

Aðferð: 

1. Karamellusósan er búin til fyrst þar sem hún tekur um 40 mínútur.  Kókósmjólk, síróp og salt  er hitað að suðu við miðlungshita. Látið sjóða í 35 mínútur, passa að hræra á milli og huga vel að hafa ekki of mikinn hita.  Eftir 35 mínútur er vanilludropum og kókósolíu blandað saman við,hrært vel og hitað í 5 mínútur til viðbótar.

2. Súkkulaðið brætt.

2. Eplin eru skorin í þunnar sneiðar og settar á disk.  Granólablöndunni sáldrað yfir ásamt súkkulaðinu og karamellusósunni.