Cheerioskaka með jarðarberjarjóma

Það er notarlegt að fara inn í helgina með góða uppskrift í farteskinu.  Rjómakökur hitta alltaf í mark, einfaldar í framkvæmd og dásamlega góðar.  Jarðarberjarjóminn setur punktinn yfir i-ið.

Uppskrift: 

Cheeriosbotn

240 g rjómasúkkulaði

230 g síróp

75 g smjör

130 gcheerios

Jarðarberjarjómi:

1/2 líter rjómi

130 g Betty Crocker jarðarberjakrem

Skraut: 1-2 stk epli – brytjuð smátt,  Súkkulaðibitar  og jarðarber

Aðferð: 

1. Cheerios er mulið í matvinnsluvél og sett til hliðar.

2. Súkkulaði, síróp og smjör er brætt saman í potti. Þegar allt hefur bráðnað og samlagast er cheeriosmulningnum blandað saman við. Blöndunni er hrært vel saman og látið í hringlótt mót og beint í kælinn. 2. Rjómafyllingin er búin til með því að þeyta rjómann og blanda jarðarberjakreminu varlega saman við.

3. Þegar Cheeriosbotninn er tilbúinn, orðinn stífur og búin nað harðna, þá er rjómafyllingin sett í miðjuna og að lokum ávextirnir og súkkulaðið ofan á.

Þessi uppskrift af cheeriosköku slær í gegn við hin ýmsu tilefni. IMG_2004