Brownie ísterta

Þessi slær öllu við, bráðnar upp í manni, alveg þess virði að prófa. Hún virkar flókin en er það alls ekki. Það borgar sig þó að gefa sér tíma í undirbúninginn en hluta hennar er gott að gera deginum áður til að ísinn nái að frosna, það er þó ekki skilyrði.

Ef notaður er ís út úr búð er hægt að gera þessa köku nokkrum tímum áður en hún er borin fram.

Uppskrift: 

Browniebotn:

1 pakki Betty Crocker Browniemix

30 ml IS4 olía

75 ml vatn

1 egg

Tobleroneís: 

Uppskrift má finna hér: 

Súkkulaðisósa:

150 g dumlekaramellur

75 g Green & blacks mjólkursúkkulaði

1 dl rjómi

Ofan á: 

1/4 l þeyttur rjómi

Jarðarber

Bláber

Marengstoppar – fást tilbúnir út í búð.

Aðferð:

1. Hráefnið í browniebotninn er sett saman í skál, hrært vel, sett í hringlaga springform, nauðsynlegt að setja bökunarpappír undur til að botninn festist ekki.  Bakað í ca. 20 mínútur við 180 ° C hita.  Kakan kæld og síðan sett í frysti.

2. Ísblandan er gerð – einnig hægt að nota ís sem keyptur er út í búð (hræra hann aðeins). Ísblöndunni er síðan hellt yfir browniekökuna. Sett aftur í frystinn og ísinn látinn harðna.

3. Þegar ísinn er orðinn nógu harður, getur tekið ca. 6 klukkutíma eða lengur.  Þá er sósan útbúin með því að brytja dumle, súkkulaðið og bræða yfir vatnsbaði. Síðan er rjómanum hellt yfir og þessu hrært vel saman.  Sósunni er síðan hellt yfir ískökuna. Muna að losa springformið frá áður.

4. Rjóminn er þeyttur og settur yfir, kakan er síðan skreytt með jaðarberjum, bláberjum, marengstoppum og sósu.

IMG_2708