Bolludagsbollur

Vanillukremið frá Betty Crocker er algjör snilld á bollurnar, einfalt, bragðgott og þægilegt. Skrautkúlurnar sem fylgja kreminu henta síðan vel til að skreyta bollurnar.

Hér er uppskrift að vatnsdeigsbollum ca. 8-10 bollur

2 dl vatn

80 g smjör

1/8 tsk salt

100 g hveiti

2-3 egg

Aðferð:

Aðferð: 
  1. Hitið vatn og smjör saman í potti að suðu (gott að bræða smjörið örlítið áður en vatnið er sett út í) bætið þá hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.
  2. Hrærið  með sleif þar til deigið verður slétt og fellt. 
  3. Blandan er sett í hrærivélaskál og hrærð með þeytara þar til hún  kólnar að mestu ca. 5 mínútur.
  4. Eggin eru sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel í  á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð.
  5. Þetta er sett á bökunarpappír (á bökunarplötu)  með t.d. matskeið. Gott að hafa gott bil á milli.
  6. Þetta er síðan bakað við 180°C í 25 mín við blástur og 200° í 25-30 mín við yfir og undirhita. Það má ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur. Passið að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.
  7. Sulta, þeyttur rjómi, búðingur, ís, ferskir ávextir eða hvað sem fólki þykir best  er sett á milli.  
  8. Vanillukrem frá Betty Crocker er smurt ofan á.  Bollurnar eru síðan skreyttar með skrautinu sem fylgir kreminu. 

IMG_4697