Bláberjasulta

Bláberjatíminn er um þessar mundir og því tilvalið að búa til gómsæta bláberjasultu.  Við hjá eldum.is létum okkar ekki eftir liggja í þessum efnum og skelltum í þessa fljótgerðu uppskrift. Það þarf alls ekki að vera flókið að gera sína eigin sultu.

Athugið að þegar sérstakur sultusykur er notaður þarf ekki að nota hleypiefni (pektín).

Uppskrift: 

1 kg bláber

500 g Dan Sukker sultusykur

6 msk vatn

Aðferð: 

1. Hreinsið berin, þvoið þau síðan, setjið á sigti og látið renna vel af þeim. Gott að þerra þau með  því að leggja þau á eldhúspappír.

2. Setjið berin í pott ásamt vatni, hafið hægan hita meðan þetta er að sjóða upp. Ef þið viljið hafa sultuna fíngerða þá er gott að merja berin með kartöflustappara. Sjóðið í ca. 10 mínútur.

3. Sykrinum er blandað saman við og suðan látin koma upp aftur.

4. Sultunni er hellt í hreinar krúsir, lok sett strax yfir og kælt.

IMG_1132

 

blaber